Hafnarmálaráð 08.12.17

10. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2017 

Föstudaginn 8. desember 2017 kom  hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 15:15.

Fundinn sátu:  Adolf Guðmundsson, Unnar Sveinlaugsson, Þórunn Hrund Óladóttir og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Í upphafi fundar samþykkti hafnarmálaráð einróma með hliðsjón af efnismikilli dagskrá fundarins að taka fyrir liði 7 og 8 í dagskrá fundarins, fresta síðan fundi sem verði fram haldið mánudaginn 11. desember 2017 kl. 13:15. Að lokinni umfjöllun um framangreinda liði á dagskrá var fundi frestað kl. 16:00.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð 398. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Lögð fram til kynningar.

1.2. Fundargerð 399. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Lögð fram til kynningar.

1.3. Fundargerð stjórnarfundar Cruise Iceland frá 23.11.17.

Fundargerðin ásamt fjárhagsáætlun fyrir árin 2018 og 2019 lögð fram til kynningar.

 

2. Erindi:

2.1. Fiskistofa 27.10.17. Sérstakt strandveiðigjald til hafna.

Lagt fram til kynningar.

2.2. Sigurbrandur Jakobsson 08.11.17. Ósk um rökstuðning vegna ráðningar.

Hafnarstjóra falið að senda rökstuðning hafnarmálaráðs vegna ákvörðunar um ráðningu yfirhafnarvarðar.

2.3. Forvarnarfulltrúi 08.11.17. Óöryggi við höfnina.

Lagt fram til kynningar.

2.4. Guðrún Katrín Árnadóttir 8.11.17. Hættulegt hafnarsvæði.

Lagt fram til kynningar.

2.5. Samgöngustofa 21.11.17. Athugasemdir Eftirlitsstofnunar EFTA vegna úttektar á framkvæmd siglingaverndar á Strandarbakka og áætlun til úrbóta.

Lagt fram til kynningar.

2.6. Cruise Iceland 5.12.17. Þátttaka í USA sýningu 2018.

Lagt fram til kynningar.

2.7. Hafnasamband Íslands og Samgöngustofa 6.12.17. Öryggismál í höfnum landsins.

Lagt fram til kynningar.

2.8. Hafnasamband Íslands 6.12.17. Samráðshópur Fiskistofu og Hafnasambandsins.

Lagt fram til kynningar.

2.9. Cruise Iceland 6.12.17. Niðurstöður af vinnustofu Cruise Iceland og komandi verkefni.

Lagðar fram til kynningar.

 

3. Strandarsíldarbryggja.

Lagður fram tölvupóstur frá Byggðastofnun dagsettur 24.11.17 um niðurrif Strandarsíldarbryggju.

Hafnarmálaráð samþykkir að bjóða forstjóra Byggðastofnunar og stjórnarformanni til fundar til að finna farsæla lausn á málinu.

 

4. Fjármál 2017.

Lagðar fram yfirlýsingar í tengslum við frjálsa skráningu, yfirlýsingar leigutaka um samþykki fyrir frjálsri skráningu og húsaleigusamningar um leigu slökkviliðs og áhaldahúss á Ránargötu 2 frá Hafnarsjóði.

Hafnarmálaráð samþykkir yfirlýsingar og húsaleigusamninga fyrir sitt leyti.

 

5. Móttaka skemmtiferðaskipa.

Lagður fram tölvupóstur frá Aðalheiði Borgþórsdóttur markaðsstjóra hafnarinnar um vinnu með aðilum í ferðaþjónustu um möguleika og þjónustugæði vegna móttöku skemmtiferðaskipa ásamt bókunarlistum fyrir árin 2018 og 2019.

Hafnarmálaráð telur samstarf aðila sem koma að móttöku skemmtiferðaskipa mikilvægt og samþykkir framkomnar hugmyndir fyrir sitt leyti.

 

6. Ránargata 2.

Lagt fram yfirlit yfir útgjöld vegna endurbóta í Ránargötu 2 miðað við bókaða stöðu framkvæmdanna 30. nóvember síðastliðinn.

 

7. Gjaldskrá fyrir árið 2018.

Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir höfnina fyrir árið  2018.

Hafnarmálaráð leggur svohljóðandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða gjaldskrá Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2018 til síðari umræðu í bæjarstjórn.“

 

8. Fjárhagsáætlun 2018.

Lögð fram yfirlit, vegna fjárhagsáætlunar 2018 og farið yfir helstu forsendur.

Hafnarmálaráð leggur eftirfarandi tillögu fyrir bæjarstjórn. „Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Seyðisfjarðarhafnar fyrir árið 2018.“

 

9. Hafnarreglugerð 275/2006.

Hafnarmálaráð samþykkir að athuga hvort þörf sé fyrir endurskoðun reglugerðar hafnarinnar frá 2006.

 

10. Fyrirspurn frá Samtökum ferðaþjónustunnar um farþegagjöld.

Hafnarstjóra falið að svara erindinu.

 

11. Starfsmannamál.

Hafnarmálaráð samþykkir ráðningu Rúnars Gunnarssonar í starf yfirhafnarvarðar.

 

12. Öryggismál.

Lögð fram úttekt á varasömum stöðum þar sem bílar gætu keyrt í sjóinn dagsett 10. nóvember 2017 frá yfirhafnarverði.

Hafnarmálaráð samþykkir að vinna að því að draga úr áhættu við varasömustu staðina og að óska eftir tillögum og kostnaðarmati frá Vegagerðinni um stærri endurbætur.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 15:19.