Hafnarmálaráð 09.04.18

Fundargerð 2. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2018

Mánudaginn 9. apríl 2018 kom  hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 13:15.

Fundinn sátu:  Adolf Guðmundsson, Unnar Sveinlaugsson, Þórunn Hrund Óladóttir og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Dagskrá:/Gerðir fundarins:

 

1. Fjármál 2018.

Fundurinn hófst með vettvangsferð í Ránargötu 2 og á Bjólfsbakka.

Farið yfir ýmis gögn er varða rekstur og fjárfestingar á árinu 2018.

Hafnarmálaráð leggur til við bæjarstjórn eftirfarandi viðauka við fjárhagsáætlun 2018:

Viðauki nr. 1, deild 4250, Eignir: Útgjöld umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, útgjöld samtals 20.000.000 króna. Viðaukinn skiptist á eftirfarandi verkefni: 42-AH 12.000.000 króna, 42-BIFR 4.450.000 króna, 42-HAFN 3.550.000 króna.

Viðaukanum verði mætt af handbæru fé.

 

2. Fundargerðir:

2.1. Fundargerð 400. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Lögð fram til kynningar.

2.2. Fundargerð 401. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Lögð fram til kynningar.

2.3. Fundargerð fundar stjórnar Cruise Iceland frá 23.02.18.

Lögð fram til kynningar.

 

3. Erindi:

3.1. Fiskistofa 31.01.18. Tilkynning um endurnýjun viktarleyfis.

Lagt fram til kynningar.

3.2. Samband íslenskra sveitarfélaga 19.02.18. Endurskoðun laga um uppboðsmarkaði sjávarafla.

Lagt fram til kynningar.

3.3. Háskólinn á Akureyri 19.03.18. Umsókn um styrk fyrir Sjávarútvegsskólann 2018.

Hafnarmálaráð samþykkir styrk til verkefnisins að upphæð 150.000 krónur af lið 4171-9991.

3.4. Cruise Iceland 28.03.18. Aðalfundur Cruise Iceland 2018.

Hafnarmálaráð samþykkir að Aðalheiður Borgþórsdóttir verði fulltrúi hafnarsjóðs á fundinum.

 

4. Viðbragðsáætlun mengunarvarna.

Lögð fram drög að viðbragðsáætlun mengunarvarna fyrir höfnina.

Áfram í vinnslu.

 

5. Bráðabirgðaskýrsla um viðbrögð vegna Slysavarnargöngu 2016.

Lögð fram bráðabirgðaskýrsla vegna lagfæringa vegna ábendinga í Slysavarnargöngu 2016. Hafnarmálaráð er meðvitað um þörf lagfæringa sem verður unnið að áfram.

Hafnarmálaráð samþykkir að senda skýrsluna til forsvarsaðila göngunnar.

 

6. Ársreikningur hafnarsjóðs fyrir árið 2017.

Lögð fram drög að ársreikningi Hafnarsjóðs fyrir árið 2017 – trúnaðarmál.

Hafnarmálaráð samþykkir drögin og vísar þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 15:38.