6. fundur í hafnarmálaráði 11.06.19

6. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2019 

Þriðjudaginn 11. júní 2019 kemur hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á skrifstofu kaupstaðarins, Hafnargötu 44. Hefst fundurinn kl. 16:15

 

Fundinn sátu:

Þórunn Hrund Óladóttir formaður L-lista,

Guðjón Már Jónsson L-lista,

Oddný Björk Daníelsdóttir D- lista,

Aðalheiður Borgþórsdóttir hafnarstjóri.

 

Fundargerð ritaði Aðalheiður Borgþórsdóttir, hafnarstjóri. 

Fundargerð var færð í tölvu.

 

Formaður óskar eftir að eftirfarandi afbrigði verði tekið fyrir; nr. 10  sjóvarnir við Sæból.

 

Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

 

Dagskrá:

1. Rafmagnshlið fyrir Strandarbakka – framhald frá síðasta fundi

Hafnarmálaráð samþykkir tilboð frá Nord Marina og felur hafnarstjóra og yfirhafnarverði að ganga frá kaupunum.

 

2. Króli – Flotbryggja, niðurstaða úr mati og tillaga frá Króla um afgreiðslu málsins

Hafnarmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti að taka við bryggjunni að viðgerð lokinni, með fyrirvara um að viðgerð verði samþykkt af fulltrúa siglingasviðs Vegagerðarinnar. Hafnarstjóra falið að kanna rétt til afsláttar á kaupverði að viðgerð lokinni.

 

3. Seatrade Europe 11. – 13. september 2019

Hafnarráð samþykkir að hafnarstjóri verði fulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar á Seatrade Europe í Hamborg, 2019.

 

4. Samkomulag við Herðubreið varðandi salernisaðstöðu 

Lagt fram samkomulag varðandi salernisaðstöðu í Herðubreið um að þar verði opið fyrir skipafarþega á skipadögum.

 

5. Sýningin Seatrade Global Miami – niðurstöður viðtala og einkunnir

Farið yfir niðurstöður viðtala frá fulltrúa okkar á Seatrade Global Miami. Niðurstöður þeirra sýna fram á mikla ánægju gesta skemmtiferðaskipa með Seyðisfjörð sem áfangastað.

 

6. AECO community guidelines / staðarleiðsögn 

Hafnarmálaráð fagnar því að búið sé að gera slíka staðarleiðsögn og æskir þess að leiðbeiningunum verði komið vel á framfæri við gesti.

 

7. Áhaldahús – úttekt – tilboð frá Deloitte 

Hafnarmálaráð hafnar tilboðinu að svo stöddu. Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

 

8. FAM heimsókn – örlítil kynning og þakkarbréf 

Hafnarstjóri segir frá heimsókn fulltrúa skemmtiferðaskipaútgerða til Seyðisfjarðar sem heppnaðist mjög vel.

 

9. Fjármál 

Umræður um fjármál hafnarinnar.

 

10. Sjóvarnir við Sæból 

Hafnarstjóra falið að leita tilboða í sjóvarnir við Sæból.

 

 

Fundi slitið kl. 18.25.