Hafnarmálaráð 23.01.17

1. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2017

Mánudaginn 23.  janúar 2017 kom  hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 13:00.

Fundinn sátu:  Adolf Guðmundsson, Unnar Sveinlaugsson, Þórunn Hrund Óladóttir og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður leitaði undir lok fundar afbrigða til að bæta á dagskrá fundarins lið nr. 7 „Hleðsla frá Þórshamri að smábátahöfn“ Afbrigði samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð 390. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

Lögð fram til kynningar.

 

2. Erindi:

2.1. Þórbergur Torfason 14.12.16. Ferðaþjónusta, afþreying fyrir ferðafólk.

Í erindinu er kynnt verkefni á vegum Austursiglingar ehf. sem felst í að bjóða upp á siglingu um fjörðinn og nágrenni.

Hafnarmálaráð samþykkir að senda yfirhafnarverði erindið til kynningar.

2.2. Smyril Line cargo 16.01.17. Svar vegna boðs hafnarinnar um svæði fyrir tollsvæði og leigu Fjarðargötu 8.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa skipa.

Lögð fram drög að áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa skipa.

Hafnarmálaráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.

 

4. Endurgerð, Ránargötu 2.

Á fundinn undir þessum lið mætti Guðmundur Magni Bjarnason. Guðmundur kynnti kostnaðaráætlun vegna endurgerðar hússins.

Hafnarmálaráð samþykkir að framkvæma verðkönnun eða bjóða út þann hluta  endurgerðarinnar sem lýtur að framkvæmdum innanhúss og felur Guðmundi að undirbúa gögn vegna þess. Miðað verði við að gögn verði tilbúin um miðjan febrúar.

 

5. Slysavarnarganga 2016.

Lögð fram skýrsla frá Slysavarnardeildinni Rán og Björgunarsveitinni Ísólfi um Slysavarnargöngu 2016. Hafnarstjóri gerði grein fyrir því að af hálfu hafnarinnar hefði þegar verið brugðist við og unnið væri að úrbótum.

Hafnarmálaráð lýsir ánægju með framtakið og þakkar greinargóða skýrslu.

 

6. Úttekt á stálþili á Bjólfsbakka.

Hafnarstjóri greindi frá því að Köfunarþjónustan hefði verið fengin til að gera úttekt á stálþili á Bjólfsbakka.

 

7. Hleðsla frá Þórshamri að smábátahöfn.

Umræða um hleðslu og frágang svæðisins.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 15:24.