Hafnarmálaráð 23.01.18

Fundargerð 1. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2018 

Þriðjudaginn 23. janúar 2018 kom  hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 16:00.

Fundinn sátu:  Adolf Guðmundsson, Unnar Sveinlaugsson, Þórunn Hrund Óladóttir og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Erindi:

1.1. Sigurbrandur Jakobsson 21.12.17. Svar við rökstuðningi við ráðningu.

Lagt fram til kynningar.

1.2. Smyril Line cargo 20.12.17. Gjaldskrá.

Lagður fram tölvupóstur með kvörtun á afgreiðslu hafnarstjóra á beiðni um afsláttarkjör. Í erindinu er jafnframt lagt til að bæjar/hafnarstjórn þiggi boð um fund í Færeyjum.

Hafnarmálaráð samþykkir að bjóða framkvæmdastjóra Smyril Line cargo til næsta fundar ráðsins.

 

2. Hafnarstarfsemi – verkefni 2018.

Á fundinn undir þessum lið mættu Rúnar Gunnarsson og Kristján Kristjánsson. Fram fer umræða um horfur um umsvif starfseminnar og verkefni 2018.

 

3. Strandarsíldarbryggja.

Fram fer umræða um ástand bryggjunnar og samskipti við eiganda um úrbætur.

 

4. Umhverfisskýrsla SFS.

Lögð fram til kynningar.

 

5. Samgönguáætlun og framkvæmdir.

Lögð fram drög að viðskiptaáætlun hafnarinnar vegna samgönguáætlunar, trúnaðarmál.

Farið yfir framkvæmda- og verkefnaþörf. Áfram í vinnslu.

Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að senda Vegagerðinni viðskiptaáætlun hafnarinnar og að undirbúa framkvæmda- og verkefnaáætlun í samræmi við umræður á fundinum.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 18:16.