Hafnarmálaráð 23.05.16

5. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2016

Mánudaginn 23.05.16 var haldinn fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 13:30.

Mætt:  Adolf Guðmundsson, Kolbeinn Agnarsson, Unnar Sveinlaugsson, og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Fundargerðir:

1.1. Fundargerð frá fundi Umhverfisstofnunar með hafnaryfirvöldum á Austfjörðum og Suðausturlandi um uppbyggingu mengunarvarnarbúnaðar í höfnum.

Lögð fram til kynningar.

 

2. Erindi:

2.1. Hafnasamband Íslands 4.05.16. Framkvæmdir við hafnir.

Í erindinu er minnt á 6. gr. hafnarlaga og hlutverk Samgöngustofu vegna framkvæmda í höfnum. Lagt fram til kynningar.

2.2. Hirtshals Havn 5.05.16. Upplýsingar um starfsemi.

Lögð fram ásamt erindinuársreikningur og skýrsla um starfsemi hafnarinnar í Hirtshals fyrir árið 2015. Lagt fram til kynningar.

2.3. Hafnasamband Íslands 4.05.16. Boðun á hafnasambandsþing 2016.

Lagt fram til kynningar.

 

3. Samningar hafnarsjóðs og P/F Smyril Line.

Farið ítarlega yfir forsendur vegna óska P.F. Smyril Line frá 21.03.16 um aukna afslætti og lækkun hafnargjalda.

Hafnarmálaráð telur ekki forsendur fyrir hendi til að verða við beiðninni að svo stöddu.

 

4. Fjármál 2016.

Lögð fram gögn um fjárhagsstöðu og rekstur fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins.

 

5. Viðhald Ránargötu 2 – áhaldahúss.

Á fundinn undir þessum lið mætti Böðvar Bjarnason frá Eflu. Lagt fram Minnisblað unnið af Böðvari Bjarnasyni hjá Eflu. Farið yfir ástand hússins. Skipta þarf um þak, veggklæðningar og gera við gólf.

Hafnarmálaráð samþykkir að óska eftir tillögum frá Eflu um endurgerð og kostnaðaráætlun.

 

6. Skálanes Samningur um gjöld og eða tekjur af notkun hafnaraðstöðu á Skálanesi. Vegna erindis frá 8.04.16.

Hafnarstjóri kynnti hugmyndir Skálaness um framtíðaruppbyggingu og þjónustu og gjaldtöku vegna lendingarinnar. Hafnarstjóra falið að skoða heimildir fyrir gjaldtöku, ábyrgðarskil og atriði varðandi verndaráætlun.

 

7. Löndunarbryggja við Síldarvinnsluna.

Samið hefur verið við Guðmund Guðmundsson um viðgerðir og fenderklæðninu á bryggjuna. Verkið verður unnið á sömu forsendum og áður hafði verið ákveðið þ.e. þegar til stóð að vinna það sem aukaverk í framhaldi af byggingu olíu og lýsisbryggju. Áformað er að verkið verði unnið í ágúst næstkomandi.

 

8. Viðhald fasteigna.

Lögð fram gögn frá PG. Stálsmíði um verð í hurðir í Ránargötu 2 og Fjarðargötu 8. Viðgerð á  Ránargötu 2 er til skoðunar og frestast því. Hafnarstjóra falið að ganga til samninga um kaup á hurð vegna vörugeymslu í Fjarðargötu 8.

 

9. Sala gáma.

Hafnarstjóra falið að taka saman upplýsingar um verðmæti gáma í eigu hafnarinnar vegna væntanlegrar sölu og kynna þeim sem sýnt hafa áhuga.

 

10. Fjarðargata 8.

Hugmyndir um notkun hluta Fjarðargötu 8 fyrir slökkvistöð og aðstöðu fyrir ofanflóðaeftirlit ræddar.  

 

11. Dýpkun hafnar – Niðurstöður mælinga.

Lagðar fram niðurstöður mælinga á dýpi í höfninni sem framkvæmdar voru 10 mars síðastliðinn.

Hafnarmálaráð heimilar hafnarstjóra að semja við Siglingasvið Vegagerðarinnar um umsjón með dýpkunarframkvæmdum og framkvæmdir sem stefnt verði að því að unnar verði í sumar í samræmi við umræður á fundinum.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:17.