Hafnarmálaráð 25.04.16

4. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2016

Mánudaginn 25.04.16 var haldinn fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 14:00.

Mætt:  Adolf Guðmundsson, Kolbeinn Agnarsson, Unnar Sveinlaugsson og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

Gerðir fundarins:

1. Erindi:

1.1. Háskólinn á Akureyri - Sjávarútvegsmiðstöðin 31.03.16. Styrkumsókn vegna Sjávarútvegsskólans 2016.

Sótt er um styrk að upphæð 250.000 krónur til að kosta hluta verkefnisins. Hafnarmálaráð samþykkir að verða við erindinu.

1.2. Skálanes 08.04.16. Samning um gjöld og eða tekjur af notkun hafnaraðstöðu á Skálanesi.

Hafnarmálaráð telur ekki fært að gera samning vegna notkunar á lendingunni en felur hafnarstjóra að fara nánar yfir málið með bréfritara.

1.3. Hafnasamband Íslands 19.04.16. Ársreikningur hafnasambands Íslands 2015. Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2015 lagður fram til kynningar.

2. Samningar hafnarsjóðs og P/F Smyril Line.

Rætt um húsnæðismál og hugmyndir þar um frá síðasta fundi hafnarmálaráðs. Jafnframt farið yfir og ræddar óskir P/F Smyril Line um afslætti og lækkun hafnargjalda vegna siglinga félagsins sem fram komu á sama fundi. Áfram í vinnslu.

3. Fjármál 2016.

Lögð fram gögn um fjárhagsstöðu og rekstur fyrir fyrsta ársfjórðung ársins.

4. Viðhald Ránargötu 2 – áhaldahús.

Farið yfir stöðu við undirbúning viðgerða hússins.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:06.