Hafnarmálaráð 28.08.17

6. fundur í hafnarmálaráði Seyðisfjarðar 2017 

Mánudaginn 28. ágúst 2017 kom  hafnarmálaráð Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar á  skrifstofu kaupstaðarins að Hafnargötu 44.  Hófst  fundurinn kl. 13:00.

Fundinn sátu:  Adolf Guðmundsson, Unnar Sveinlaugsson, Þórunn Hrund Óladóttir og hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerðin var færð í tölvu.

 

Gerðir fundarins:

1. Móttaka skemmtiferðaskipa

Á fundinn undir þessum lið mættu Aðalheiður Borgþórsdóttir markaðsstjóri hafnarinnar og Rúnar Laxdal Gunnarsson yfirhafnarvörður.

Aðalheiður og Rúnar fóru yfir aðstöðu og starfsemi hafnarinnar hvað varðar móttöku skemmtiferðaskipa á árinu og horfur til næstu ára miðað við reynslu sumarsins. Ítarleg umræða um móttöku skemmtiferðaskipa áhrif, tækifæri og áskoranir.

 

2. Erindi:

2.1. Hafnasamband Íslands 13.07.17. Umsagnarbeiðni – Niðurlagning vita.

Lagt fram til kynningar.

2.2. Hafnasamband Íslands 09.08.17.Reglugerð um rekstur hafna 2017/352.

Lögð fram umsögn og athugasemdir Hafnasambands Íslands um reglugerð ESB nr. 2017/352.

Hafnarmálaráð tekur undir umsögn og athugasemdir Hafnasambands Íslands. Hafnarmálaráð áréttar jafnframt að mikilvægt er að reglugerðin verði þýdd á íslensku.

 

3. Fjármál 2017.

Lögð fram gögn um fjárhagsstöðu 30.06.2017.

 

4. Strandarsíldarbryggja.

Farið yfir hugmyndir Byggðastofnunar um Strandarsíldarbryggju.

Hafnarmálaráð felur hafnarstjóra að ræða við Byggðastofnun um málið í samræmi við umræður á fundinum.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 15:08.