Haustroði 2020
HAUSTROÐI 2020
(english below)
Hinn árlegi og stórskemmtilegi viðburður Haustroði verður haldinn í félagsheimilinu Herðubreið laugardaginn 3. október nk. með tilheyrandi markaðsstemmningu, sultugerðarkeppni og vonandi ljómandi góðu haustveðri.
ERTU MEÐ HAUSTROÐATILBOÐ?
Í tilefni Haustroða verður tekinn saman listi yfir þau fyrirtæki hér á Seyðisfirði sem ætla að nýta tækifærið og vera með Haustroðatilboð eða jafnvel sérstakan viðburð í tilefni Haustroða. Þeim sem vilja taka þátt í markaðs- og uppskeruhátíðinni er bent á að hafa samband á jonina@sfk.is eða í síma 847-0161, í síðasta lagi fyrir lok föstudagsins 25. september nk.
Dagskrá Haustroða verður auglýst í Dagskránni og með dreifimiða hér í bænum þegar nær dregur, ásamt logo fyrirtækja sem taka þátt og tilboðum þeirra.
Með þátttöku í Haustroða gefst tækifæri á að kynna þá þjónustu, viðburð eða þau tilboð sem í boði verða í tengslum við Haustroða. Þetta gæti til dæmis verið tilboð á vörum eða gistingu, leiðsögn, sérstakur viðburður, opið hús, námskeið eða jafnvel kynning á starfsemi.
Tökum höndum saman og fáum sem flesta gesti til okkar í Haustroðastemmningu á Seyðisfirði!
Haustroðamarkaðurinn verður á sínum stað og þeir sem vilja taka frá bás skulu setja sig í samband við Celiu í Herðubreið (info@herdubreidseydisfjordur.is). Verð á bás er 2000 kr.
Í tengslum við BRAS –menningarhátíð barna og unglinga á Austurlandi verður sérstakur barnamarkaður á Haustroða og fá börn og ungmenni sína bása án endurgjalds. Mikilvægt er þó að bóka bás hjá Celiu í Herðubreið (info@herdubreidseydisfjordur.is).
Tökum haustinu fagnandi og bjóðum saman upp á bæ, iðandi af markaðs- og haustroðastemningu!
Autumn Festival 2020
Our annual Autumn festival will be held on October 3rd in Herðubreið with jamcompetition, flea- and crafts markets, a town filled with events and hopefully nice autumn weather.
WANT TO PARTICIPATE?
If you and your company want to participate in the festivities with offering a special offer on your product or company please contact jonaina@sfk.is before September 25th.
By participating you take part in the program that will be in Dagskráin and can there present your product and/or your company. This could be a special offer, an open house, a guided tour, exhibition or even a master class.
Let‘s do this together and offer a town filled with events and happenings!
If you or your company want to participate in the Autumn Festival, please contact jonina@sfk.is or tel: 847-0161 by Thursday September 25th.
AUTUMN MARKET IN HERÐUBREIÐ
The annual Autumn market will of course be in Herðubreið. Those who want to book a stall at the market please contact Celia on info@herdurbreidseydisfjordur.is, each table costs 2000 ISK.
In connection to BRAS - Children’s Culture festival in Austurland, children can get a stall for free. Please contact Celia on info@herdurbreidseydisfjordur.is To book a table.
Let‘s welcome the fall together and present our lively town proudly!