Haustroði 2020

Næsti laugardagur, 3. október

Hinn árlegi og stórskemmtilegi viðburður Haustroði verður haldinn í félagsheimilinu Herðubreið laugardaginn 3. október nk. með tilheyrandi markaðsstemmningu, sultugerðarkeppni og vonandi ljómandi góðu haustveðri. 


ERTU MEÐ HAUSTROÐATILBOÐ?
Í tilefni Haustroða verður tekinn saman listi yfir þau fyrirtæki hér á Seyðisfirði sem ætla að nýta tækifærið og vera með Haustroðatilboð eða jafnvel sérstakan viðburð í tilefni Haustroða. Þeim sem vilja taka þátt í markaðs- og uppskeruhátíðinni er bent á að hafa samband á jonina@sfk.is eða í síma 847-0161, í síðasta lagi fyrir lok föstudagsins 25. september nk.

Sjá nánar hér.