Heimastjórnir í sameinuðu sveitarfélagi

Ég vil bjóða mig fram í heimastjórn. Hvað á ég að gera?

Hvað gera heimastjórnir?

Markmið heimastjórna er að tryggja áhrif og aðkomu heimamanna á hverjum stað að ákvörðunum sem varða þeirra nærumhverfi. Heimastjórn annast þau störf sem sveitarstjórn felur henni og snýr að viðkomandi byggðahluta. Heimastjórn getur ályktað um málefni byggðarinnar og þannig komið málum á dagskrá sveitarstjórnar. Helstu verkefni heimastjórna snúa að deiliskipulags- og umhverfismálum, menningarmálum, landbúnaðarmálum og umsögnum um staðbundin málefni og leyfisveitingar.

Hverjir eru í framboði til heimastjórnar?

Kosningarétt og kjörgengi í kosningum til heimastjórna hafa íbúar viðkomandi hluta sveitarfélagsins, samkvæmt kjörskrá. Það þýðir að allir þeir sem eru á kjörskrá á viðkomandi svæði eru í framboði til heimastjórnar.
Líklega munu einstaklingar gefa sig fram sem sækjast eftir kjöri í viðkomandi heimastjórn.

Ég vil bjóða mig fram. Hvað á ég að gera?

Kosningarétt og kjörgengi í kosningum til heimastjórna hafa íbúar viðkomandi hluta sveitarfélagsins, samkvæmt kjörskrá. Það þýðir að allir þeir sem eru á kjörskrá á viðkomandi svæði eru í framboði til heimastjórnar.

Þeir sem vilja gefa kost á sér til heimastjórna þurfa því ekki að skila inn framboði til kjörstjórnar. Æskilegt er að þeir sem vilja gefa kost á sér kynni sig og sínar áherslur fyrir kjósendum í viðkomandi hluta sveitarfélagsins. Þar sem kjósendur þurfa að skrá nafn og heimilisfang á kjörseðilinni, er mikilvægt að hafa þær upplýsingar aðgengilegar.

Sjá nánar hér.