Hertar aðgerðir - covid 19

Frá og með 31. júlí til og með 13. ágúst

Eins og komið hefur fram tóku í gildi 31. júlí síðast liðinn hertar aðgerðir innanlands vegna Covid-19 sem gert er ráð fyrir að standi til 13. ágúst 2020.

Á fundi aðgerðarstjórnar almannavarna á Austurlandi í kjölfarið voru til umræðu útfærslur aðgerða sem hugsaðar eru til að stemma stigu við útbreiðslu Covid veirunnar. Óhætt er að segja að næstu dagar skipta miklu um hvernig til tekst með það.

Í ljósi þessa er lagt til að í Íþróttamiðstöðinni og Sundhöllinni á Seyðisfirði gildi eftirfarandi:
• Hámark 20 einstaklingar mega í einu vera á sundlaugarsvæðinu eða 10 og 10 í hvorum búningsklefa fyrir sig.
• Lögð verði áhersla á 2ja metra fjarlægð milli einstaklinga í búningsklefum, pottum og víðar.
• Hugað verði vel að þrifum.
• Handspritt verði aðgengilegt fyrir gesti og starfsfólk.
• Að ræktin verði lokuð.

Í ljósi þessa er lagt til að í bókasafninu gildi eftirfarandi:

• Ekki fleiri en 10 séu inni á safninu í einu. 
• Lögð áhersla á að tveggja metra reglan sé virt. 
• Aukin þrif og sótthreinsun snertiflata.

Í ljósi þessa gildi eftirfarandi á skrifstofu sveitarfélagsins:
• Starfsfólk virði tveggja metra fjarlægð sín á milli.
• Heimsóknir gesta aðeins heimilar í allra nauðsynlegustu tilvikum og tryggja tveggja metra fjarlægð eða nota grímur í tilvikum þar sem fjarlægð er lítil.
• Tveggja metra fjarlægð í anddyri.
• Halda bara fjarfundi.
• Aukin þrif á snertiflötum.
• Starfsfólk spritti og þvoi hendur reglulega.

Í ljósi þessa er lagt til að hjá heimaþjónustunni gildi eftirfarandi:
• Þar sem ekki er hægt að virða tveggja metra fjarlægð séu notaðir andlitsgrímur og hanskar við aðhlynningu.

Í ljósi þessa er lagt til að í Öldutúni gildi eftirfarandi:
• Lögð áhersla á að tveggja metra reglan sé virt.
• Aukin þrif á snertiflötum.
• Gestir og starfsmenn spritti og þvoi hendur reglulega.

Í ljósi þessa er lagt til að í FAS rútuna/SVausturlands gildi eftirfarandi:
• Tveggja metra reglan sé virt meðal farþega.
• Aukin þrif á snertiflötum.
• Gestir og starfsmenn spritti og þvoi hendur reglulega.

Í ljósi þessa er lagt til að á tjaldsvæði sveitarfélagsins gildi eftirfarandi:
• Lögð áhersla á að tveggja metra reglan sé virt.
• Aukin þrif á snertiflötum,
• Gestir og starfsmenn spritti og þvoi hendur reglulega,
• Á stórum dögum skal skipta gestum upp í 100 manna hólf,
• Gestir í þjónustuhúsi eru skikkaðir til að nota andlitsgrímur,

Í ljósi þessa er lagt til að í upplýsingamiðstöðinni og biðsal ferjuhússis gildi eftirfarandi:
• Lögð áhersla á að tveggja metra reglan sé virt.
• Í ferjuhúsi verða andlitsgrímur til sölu handa öllum farþegum sem og gestir skikkaðir til að nota þær samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis.
• Aukin þrif á snertiflötum.
• Gestir og starfsmenn spritti og þvoi hendur reglulega.

Í ljósi þessa er lagt til að í félagsheimilinu Herðubreið og Herðubíó gildi eftirfarandi:
• Tveggja metra reglan sé virt meðal starfsfólks og gesta.
• Aukin þrif á snertiflötum.
• Gestir og starfsmenn spritti og þvoi hendur reglulega.
• Ekki fleiri en 100 séu inni á sýningum og eða viðburðum í einu þ.e. ef tveggja metra reglan sé virt.

Í ljósi þessa er lagt til að á kaffistofum sveitarfélagsins (bæjarskrifstofu, hafnarvog og áhaldahúsi) gildi eftirfarandi:

• Að kaffistofur séu eingöngu fyrir starfsmenn.
• Aukin þrif á snertiflötum.
• Starfsmenn spritti og þvoi hendur reglulega.


Athugið að þessar reglur geta breyst skyndilega.

 

Þrif og sótthreinsun

Mikilvægt er að aðgengi að handspritti sé tryggt við innganga og í grennd við snertifleti t.d. snertiskjái, tæki og skápa.

Við hvetjum alla til að fylgjast vel með leiðbeiningum sem koma frá landlækni og heilbrigðisfólki varðandi sóttvarnir, almenna umgengi og þrif þ.e.:
• Gæta vel að hreinlæti, þvo hendur reglulega með sápu og nota handspritt.
• Forðast snertingu við augu, nef og munn.
• Hugið vel að yfirborðsflötum t.d. hurðarhúnum, handriðum, lyftuhnöppum, snertiskjám, greiðsluposum og ljósarofum.
• Sótthreinsun og þrif sé eins oft og unnt er.
• Sleppa handaböndum og faðmlögum og heilsa fremur með brosi.
• Minnum almenning og starfsmenn á einstaklingssóttvarnir bæði með merkingum og skiltum.

Á https://www.covid.is/veggspjold má finna nytsamleg veggspjöld sem við hvetjum ykkur til að prenta út og hengja upp á viðeigandi stöðum.

Mikilvægt er að við virðum samfélagssáttmálann því við erum öll almannavarnir!