Hreinsunardagur og Hreyfivika 2019

Hreinn bær - fagur bær!
Mynd : Unnar Jósepsson
Mynd : Unnar Jósepsson

Í dag, mánudaginn 27. maí, hefst hreyfivika 2019. Ýmislegt er í boði eins og fram kom í dreifibréfi fyrir helgina, en lögð er sérstök áhersla á "Hreyfibækurnar" við Lions bekkina. Einnig er áhugaverð byrjendakennslan í folfi miðvikudaginn 29. maí - diskar verða á staðnum. Tilvalið er að taka þátt í hreinsunardeginum á morgun, þriðjudag 28. maí og skrifa þá vegalengd sem gengin er í einhverja bókina.

En á morgun, þriðjudaginn 28. maí, verður árlegur hreinsunardagur í bænum endurvakinn og íbúar eru eindregið hvattir til að taka þátt. Tiltektin hefst við íþróttahúsið klukkan 16:15. Þar verður skipt niður á svæði, en áherslan verður lögð á að taka til í okkar nærumhverfi. Bæjarstjórnin býður þátttakendum í grill að tiltekt lokinni fyrir framan íþróttahúsið kl. 18:30.

Það ber einnig að vekja athygli á því að á morgun, þriðjudaginn 28. júní, verður boðið upp á fría blóðþrýstingsmælingu í Kjörbúðinni. Það verða sjúkraliðar frá hjúkrunarheimilinu Fossahlíð sem vinna það í samvinnu við Heilsueflandi samfélag.


Today, Monday the 27th of May, Move Week 2019 starts. From last weeks flyers you have all the information, but people are especially encouraged to write in the "Activity books" on the Lions benches. There will also be fun to participate in folf – disc golf teaching on Wednesday the 29th of May. 

Environment day is tomorrow the 28th of May. We will meet by the Sport Center at 16:15 and walk around the town and pick up trash and tidy up. That is a great reason to write in some of the books, how far people did walk during the trash cleaning.

The town council will invite participants to a barbeque after the walk by the Sport Center at 18:30.

On Tuesday, the 28th of May, will be blood pressure measurement in Kjörbúð for everyone between 15 and 17. Free of charge.

hsam