Hrekkjavöku "grikk eða gott"

Börnin banka upp á laugardaginn 2. nóvember

Í tengslum við Daga myrkurs og hrekkjavöku vill stjórn foreldrafélagsins gjarnan leggja til að börnin gangi í hús ,,Grikk og gott" laugardaginn 2. nóvember í samhengi við hrekkjavökuböllin sem verða haldin þann dag.

Þeir sem hafa áhuga á að taka á móti börnum og eiga gott handa þeim eru beðnir um að merkja húsin sín með ljósluktum eða graskeri eða einhverju sem gefur til kynna að banka megi upp á.

Kær kveðja stjórn foreldrafélags grunnskóladeildarinnar.