Hreyfispjöld til heilsueflingar
Þriðjudaginn 11. febrúar afhenti Jónína Brá, íþróttafulltrúi kaupstaðarins, starfsmanni íþróttamiðstöðvar, Daða Sigfússyni, tvo "Hreyfispjaldastokka til heilsueflingar". Í kjölfarið var eldri borgurum og öryrkjum boðið að taka þátt í æfingum úr stokknum í íþróttasalnum. Hreyfispjaldastokkarnir innihalda 49 spjöld með mismunandi æfingum sem auka styrk, liðleika og jafnvægi. Höfundar spjaldanna eru íþrótta- og heilsufræðingar.
Fólki er frjálst að fá stokkana lánaða til að gera æfingar eftir, hvort sem er inni í sal eða niðri í líkamsrækt. Þriðjudaginn 25. febrúar klukkan 14.30 verður eldri borgurum og öryrkjum aftur boðið að taka þátt í æfingum í íþróttasalnum.
Gaman er að segja frá því að verkefnið er samvinnuverkefni íþróttafulltrúa og Heilsueflandi samfélags, en eitt af áhersluatriðum HSAM á árinu 2020 eru eldri borgarar. Nánar má lesa um Heilsueflandi Seyðisfjörð hér.