Hunda- og kattahreinsun
06.11.2020
Dýralæknir
Vegna covid-19 verður árleg heimsókn dýralæknis á Seyðisfjörð ekki með sama sniði og undanfarið hefur verið. Í staðinn er fólki boðið að mæta með dýrin sín upp í Egilsstaði til Díönu. Það þarf að gerast í nóvember eða desember. Gott er að heyra í Díönu varðandi komur, sími 471-2022.
Díana sendir reikning á Múlaþing. Þessi skoðun er innifalin í hunda- og kattagjöldum.