Hundasamfélag - hundagerði
Starfsmenn hafnarinnar hafa nú reist hundagerði í ferjugarðinum. Hundar eru formlega velkomnir frá og með í dag, fimmtudaginn 8. október. Fyrirhugað er að útbúa umgengnisreglur fyrir svæðið, en hundaeigendur eru vinsamlegast beðnir að ganga vel um, þrífa upp eftir hundana sína og sýna almennt góð samskipti á svæðinu. Ekki er í boði að vera með lausa hunda, sem taldir eru hættulegir öðrum hundum eða fólki.
Ruslatunna og pokar, fyrir þá sem gleyma sínum heima, er á svæðinu. Þegar tunnan verður full eða pokarnir klárast má hafa samband við þjónustufulltrúa.
Bærinn mun sjá um að slá innan gerðis frá og með vori 2021. Annars verður svæðið á ábyrgð hundaeiganda hvað varðar umsjón og umgengni.