Húsaleigubætur skólafólk

Áminning!

Þjónustufulltrúi Seyðisfjarðarkaupstaðar sér um afgreiðslu húsaleigubóta fyrir skólafólk yngri en 18 ára. 

Gögn vegna húsaleigubóta skulu gjarnan berast þjónustufulltrúa fyrir 15. september næst komandi. Gögn skulu vera umsókn, staðfesting um skólavist, húsaleigusamningur og skattframtal 2020. Velkomið er að senda gögn, allt nema frumrit húsaleigusamnings, á netfangið eva@sfk.is.