Húsnæðiskönnun

Þátttaka Seyðfirðinga afar mikilvæg!

Húsnæðisskortur er ein af þeim stóru áskorunum sem Seyðisfjarðarkaupstaður stendur frammi fyrir. Útbúin hefur verið húsnæðiskönnun sem allir Seyðfirðingar, 18 ára og eldri, hafa fengið senda heim og eru eindregið hvattir til að svara. Þeir sem ekki hafa fengið könnun senda heim, vegna merkingar í þjóðskrá, geta nálgast eintak á bæjarskrifstofunni. Afar mikilvægt er að sem flestir sjái sér fært að taka þátt og svara, svo könnunin verði marktæk.

Umslagi skal skila í móttökukassa í Kjörbúðinni eða á sýsluskrifstofunni. Skilafrestur er til og með föstudagsins 22. mars.