Húsnæðiskönnun

Húsnæðisskýrsla og skoðanakönnun

Kæru bæjarbúar.

Atvinnu og framtíðarmálanefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar var falið að taka að sér það verkefni að greina stöðu húsnæðismála á Seyðisfirði. Mikið er rætt um það í samfélaginu að það vanti húsnæði, það eru fá hús til sölu og ekki hafa verið byggð ný hús í mörg ár. Til að komast að því hvaða úrlausn myndi vera ákjósanlegust og henta sem flestum ákvað nefndin að kanna stöðuna og vilja hjá íbúum í bænum með skoðanakönnun. Tveir aðilar úr nefndinni tóku að sér gerð, útfærslu og utanumhald könnunarinnar. Það voru þær Ósk Ómarsdóttir og Benedikta Guðrún Svarsdóttir og vil ég nota tækifærið hér til að færa þeim bestu þakkir fyrir þá óeigingjörnu sjálfboðavinnu sem þær lögðu í verkið. Ég hvet fólk til þess að kynna sér skýrsluna og skoðanakönnunina.

Bæjarstjóri.