Íbúafundur um aðalskipulag og nýtt hættumat vegna ofanflóða fyrir Seyðisfjörð.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 29. ágúst kl. 16:00 í bíósal Herðubreiðar.

Mikilvægt er að heyra sjónarmið bæjarbúa.

Fundarstjóri Hildur Þórisdóttir.

Dagskrá: 

  1. Gísli Gíslason hjá EFLU Verkfræðistofu kynnir vinnu við Aðalskipulag Seyðisfjarðar; skipulagslýsingu, helstu áherslur og efnistök.
  2. Sigríður Sig Gylfadóttir kynnir ofanflóðahættumat fyrir Seyðisfjörð. 
  3. Fyrirspurnir og umræður.

 Boðið verður upp á kaffi og kruðerí. Bæjarbúar eru hvattir til þess að mæta, kynna sér málefnið og að láta skoðanir sínar í ljós.

Endurskoðað hættumat fyrir Seyðisfjörð og hættumat fyrir Vestdalseyri verður kynnt á íbúafundinum.  Hættumatskort og skýrslur sem lýsa forsendum matsins munu liggja frammi á skrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar og á vef Veðurstofu Íslands (www.vedur.is/ofanflod/haettumat/seydisfjordur) til kynningar í fjórar vikur. Skriflegum athugasemdum er hægt að skila til bæjarskrifstofunnar á Hafnargötu 44 eða í tölvupósti til sfk@sfk.is til 30. september 2019 merktum "athugasemd við ofanflóðahættumat á Seyðisfirði. 

Bæjarstjóri

 

 

 

 

 

 

.