Kosið utankjörfundar
11.09.2020
Opið alla virka daga
Þeir sem eiga ekki heimangengt á kjördag vegna sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi á Austurlandi og heimastjórnarkosninga eru hvattir til að kjósa utankjörfundar.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofum sýslumannsins á Austurlandi, sem hér segir:
- Seyðisfjörður: Bjólfsgötu 7, frá kl. 09:00 til kl.15:00, alla virka daga.
- Egilsstaðir: Lyngási 15, frá og með 10. ágúst, frá kl. 09:00 til kl.12:00 og frá kl.13:00 til kl.15:00.
- Eskifjörður: Strandgötu 52, frá kl. 09:00 til kl.15:00.
- Vopnafjörður: Lónabraut 2, skv. samkomulagi við kjörstjóra.
Á öðrum stöðum fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram sem hér segir:
- Borgarfjörður: Hreppstofu, á opnunartíma og samkvæmt samkomulagi við kjörstjóra.
- Djúpivogur: Bakka 1, 765 Djúpavogi á opnunartíma og hefst skv. nánari ákvörðun sveitarfélagsins.
- Bókasafn Héraðsbúa: Egilsstöðum dagana 7. - 18. september milli kl. 15:00 og 18:00 virka daga.