Krakkablak 2018-2019

Áfram krakkar - áfram blak - Áfram Huginn!

Í ár æfðu um 60 krakkar blak á vegum blakdeildar Hugins. Farið var á öll mót á vegum BLÍ, Íslandsmót og bikarmót í 6. 5. 4. og 3. flokki bæði stúlkna og drengja. Farið var á Húsavík, Akureyri, Neskaupstað og í Mosfellsbæ. Krakkarnir hafa staðið sig mjög vel og má nefna að 4. flokkur kvenna spilaði til úrslita í kjörísbikarnum og 2 stelpur í 3. flokki spiluðu með Þrótti Nes og urðu Kjörísmótsmeistarar í ár.  4. flokkurinn tapaði sínum leik, en frábært afrek að komast í úrslitaleikinn samt sem áður. Mikið og gott samtarf hefur verið við Vestra á Ísafirði varðandi sameiningu í lið þar sem erfitt hefur verið að manna lið, sérstaklega í strákaflokkunum. 

Í sumar verða blaæfingar 2x í viku fyrir 3.- 9. bekk. Sjá sumardagskrá hér.

Á lokahófinu í sumar voru veitt verðlaun fyrir framfarir og efnilegustu krakkana.
Efnilegastir í ár þóttu: Jóna Mist Márusdóttir, Linda Rós Vest, Vilmar Óli Ragnarsson og Marija Eva Unnarsdóttir.
Mestu framfarir í vetur: Hanna Lára Ólafsdóttir, Vilji Dagur Davíðsson, Guðmundur Hermannsson og
Heimir Loftur Gunnþórsson.

Einnig voru í fyrsta skipti verðlaun fyri Blakara ársins sem er viðurkenning fyrir miklar framfarir og þann blakara sem stendur sig vel í mótum og á æfingum og leggur sig alltaf 100% fram og er fyrirmynd fyrir aðra. Í ár var þar valin Kamilla Kara Brynjarsdóttir.

Á sambandsþingi UÍA sem haldið var á Stöðvarfirði síðast liðið vor hlaut Kolbrún Lára aðalþjálfari krakkablaksins Hermannsbikarinn sem nú var veittur í fyrsta sinn. Hermannsbikarinn, er bikar sem Dóra Gunnarsdóttir og Guðmundur Hallgrímsson gáfu til minningar um Hermann Níelsson. Bikarinn er veittur félagi, deild eða einstaklingi sem staðið hefur að nýsköpun, þróun eða uppbygginu í starfi.