Laufabrauð

Panta fyrir 20. nóvember

Hinn árlegi laufabrauðsbakstur hjá Slysavarnafélaginu Rán verður laugardaginn 23. nóvember. Það verður að venju bæði bakað fínt og gróft brauð og hver kaka kostar 220 krónur. Tekið er við pöntunum í síma 848-2225 (Hulda Sveinsdóttir) og 849-4334 (Bryndís Aradóttir).

Panta þarf fyrir miðvikudaginn 20. nóvember næst komandi. Pantanir skulu sóttar sunnudaginn 24. nóvember frá klukkan 17-19, í Sæból.