Leiðbeiningar - alvarleg COVID-19 sýking
07.05.2020
Einstaklingar með alvarlega áhættuþætti
Þessar leiðbeiningar eru fyrir einstaklinga sem gætu verið í aukinni áhættu á alvarlegri sýkingu ef þeir smitast af SARS-CoV-2 veiru sem veldur COVID-19 sjúkdómi.
Heilbrigðisstarfsfólk þarf líka að vera meðvitað um þessa áhættu og:
- Prófa fyrir veirunni ef einkenni geta bent til smits.
- Fylgja þessum einstaklingum vel eftir þar sem meiri hætta er á að veikindi verði alvarleg.
Þetta skjal verður uppfært eftir því sem við á og nýjar upplýsingar koma fram, en í síðasta lagi eftir 2 vikur, eða 18. maí 2020.