Lesklúbbur á bókasafninu

Börn fædd 2006-2008

Í sumar mun Bókasafn Seyðisfjarðar starfrækja lesklúbb fyrir ungmenni fædd 2006-2008. Hist verður tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 9-12 á Bókasafninu. Lesnar verða þrjár bækur af eigin vali og unnið einföld verkefni í kjölfarið. Þátttakendum er velkomið að mæta með nesti og góða skapið. Fyrsti hittingur er fimmtudaginn 6. júní, allir velkomnir. 

Skráning fer fram á bokasafn@sfk.is fyrir þriðjudaginn 4. júní. Taka þarf fram nafn og aldur.