Líkamsrækt opnuð aftur
Opnað var í líkamsrækt í morgun, fimmtudaginn 6. ágúst 2020.
Einungis verður opið milli 08:00 - 20:00 mánudaga - fimmtudaga og milli 08:00 - 19:00 á föstudögum, áfram verður lokað fyrir aðgangsstýringu því ekki er hægt að tryggja þrif og fjöldatökmörkun þegar enginn starfsmaður er í húsinu. Íþróttahús mun tilkynna um allar breytingar varðandi opnun á facebook síðu sinni. Við viljum benda á nokkrar reglur varðandi líkamsræktina sem gott væri að fólk myndi tileinka sér.
1.Allir eiga að þvo sér um hendur og sótthreinsa fyrir æfingu.
2. Virðið 2-Metra regluna. Hafið ávalt nægt bil á milli ykkar og næsta manns.
3. Sótthreinsið tól og tæki áður en þið notið þau og einnig á eftir. Munið að sótthreinsa dýnur líka.
4. Látið starfsmann afgreiðslu vita af ykkur við komuna í ræktina og látið einnig vita þegar þið hafið lokið æfingu.
5. Aðeins 6 einstaklingar mega vera í ræktinni samtímis.
6. Miðað er við að æfingatími sé 1 klst. svo að fleiri komist að.
Verði reglur þessar ekki virtar má búast við að starfsemi ræktarinnar verði lokað þar til reglur varðandi sóttvarnir hafa verið rýmkaðar frá því sem nú er.