Meðferð skotvopna við Seyðisfjarðarhöfn

Í kjölfar nýlegrar umræðu um seladráp á Vestdalseyri þá er rétt að koma eftirfarandi á framfæri.

Öll meðferð skotvopna er óleyfileg á innra hafnarsvæði Seyðisfjarðarhafnar nema með fengnu leyfi hafnaryfirvalda. Þar sem innri höfnin nær út fyrir Vestdalseyri þá eru veiðar ekki leyfðar þar.

Til glöggvunar þá er segir í hafnarreglugerð fyrir Seyðisfjarðarhöfn „Bannað er að skjóta af byssum eða öðrum skotvopnum við innri höfnina eða á henni án sérstaks leyfis. Sömuleiðis er bannað að skjóta flugeldum á hafnarsvæðinu án leyfis.

Í hafnarreglugerð er innri höfnin skilgreind á þennan hátt „Innri höfnin er innan línu sem dregin er milli Grjótgarða að sunnan og Grýtár norðan fjarðar.

Því er vinsamlegum tilmælum beint til þeirra sem eru að nota skotvopn í og við innri höfnina að sækja um leyfi til þess.

Rúnar Gunnarsson

Yfirhafnarvörður.