Niðurstöður kosninga á Seyðisfirði

86,67% með sameiningu

Talningu er nú lokið á Seyðisfirði. 360 íbúar af 509 á kjörskrá tóku þátt í kosningunni og voru úrslitin þannig að 86,67% voru með sameiningu og 12,5% voru á móti. Auðir og ógildir seðlar voru 3.

Tölur hafa nú borist frá öllum fjórum sveitarfélögunum og alls staðar var meirihluti samþykkur sameiningu.