Ný vefmyndavél

Eru jólin komin til Seyðisfjarðar?
Mynd tekin úr vefmyndavélinni.
Mynd tekin úr vefmyndavélinni.

Eins og nokkrir áhugasamir og glöggir gestir vefsíðunnar tóku eftir á dögunum var vefmyndavélin, sú er snéri inn í bæ, óvirk um nokkurn tíma. Ástæðan fyrir því var sú að kaupstaðnum barst höfðingleg gjöf frá Agli Guðjónssyni, syni Guðjóns Egilssonar. En Egill gaf Seyðisfirði nýjustu gerð af vefmyndavél, sérstaklega hannaðri fyrir útitökur, sem nú er komin upp með miklu stærri og skýrari mynd en sú gamla sýndi. Myndina má sjá hér.

Þegar vefsíðustjóri spurði Egil út í gjöfina, sagðist hann sjálfur kíkja hann reglulega inn á sfk.is til að fylgjast með í firðinum, til dæmis hvernig veðrið sé, hvort hafi snjóað, hvernig útlitið sé og fleira, og hafi einfaldlega langað að sjá myndina í betri gæðum. Egill vinnur sem öryggisstjóri í Bykó og þekkir því vel til (öryggis)vefmyndavélakerfa.

Seyðisfjarðarkaupstaður vill gjarnannota tækifærið og þakka honum Agli kærlega fyrir þessa gjöf.