Nýr Seyðfirðingur

Sólborg Sara
Kolbeinn, Sólborg Sara, Katla Rut og Aðalheiður bæjarstjóri.
Kolbeinn, Sólborg Sara, Katla Rut og Aðalheiður bæjarstjóri.

Aðalheiður bæjarstjóri heimsótti í morgun fröken Sólborgu Söru Kolbeinsdóttur. Sólborg Sara er dóttir þeirra Kötlu Rutar Pétursdóttur og Kolbeins Arinbjörnssonar og er þeirra önnur dóttir. Fyrir eiga þau dótturina Módísi Klöru, fædda í Reykjavík 2013. Sólborg Sara fæddist í Neskaupstað þann 7. júlí 2018 og var 52 cm og 3485 gr. við fæðingu. 

Fjölskyldan fluttist til Seyðisfjarðar í byrjun júní og notaði fyrstu fjóra mánuðina til að gera sér nýtt heimili. Þau fluttu svo í húsið sitt við Túngötu, þar sem fer afar vel um þau, seinni hluta október. Þeim er óskað innilega til hamingju með litla gleðipinnann sinn, sem og hvert annað.