Sex nöfn í boði

Hvað á nýja sveitarfélagið að heita?

Samkvæmt frétt á austurfrett.is geta íbúar nýs sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs valið á milli sex tillagna um nafn á nýtt sveitarfélag samhliða sveitarstjórnakosningunum þann 18. apríl.

Tugir tillagna bárust frá íbúum en nafnanefnd á vegum sveitarfélagsins valdi 17 úr og sendi til Örnefnanefnd til umsagnar. Álit nefndarinnar liggur nú fyrir.

Heitin sem kosið verður um eru:
• Austurþing
• Austurþinghá
• Drekabyggð
• Múlabyggð
• Múlaþing
• Múlaþinghá

Sjá alla fréttina hér.