Seyðisfjarðarskóli - ÁRÍÐANDI

Áríðandi skilaboð

Ákveðið hefur verið að mánudagurinn 16. mars verði starfsdagur í Seyðisfjarðarskóla til þess að stjórnendur og starfsmenn í grunnskóladeild, leikskóladeild og listadeild geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkun um skólahald næstu 4 vikurnar nær til.

Nemendum er því gert að vera heima á mánudaginn.

Foreldrar í Seyðisfjarðarskóla eru beðnir um fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu um helgina og á mánudaginn m.a. með tölvupósti, á heimasíðu okkar og heimasíðu sveitarfélagsins.

Kær kveðja 
Svandís skólastjóri