Símalaus sunnudagur
Áhugavert er að segja frá því að Barnaheill hvetur landsmenn til að leggja frá sér símann og önnur snjalltæki í 12 klukkustundir, eða frá klukkan 9-21 á morgun sunnudaginn 15. nóvember. Þetta verkefni Barnaheill er akkúrat í takt við verkefni heilsueflandi samfélags á Seyðisfirði, en símalausir samverudagar hafa verið tvisvar á ári í dagatali heilsueflandi samfélags síðast liðin ár. Símalaus samverudagur var síðast liðinn mánudag skv. dagatali ársins 2020.
Nánar um verkefni Barnaheill má sjá hér. Þar er boðið upp á þátttökuskráningu, hugmyndir í staðinn fyrir skjánotkun og útdráttarverðlaun.
Hér má lesa frétt um verkefnið sem hefur verið í gangi á Seyðisfirði undanfarið, sem og tilgang og markmið þess.