Sirkus opnar á Seyðisfirði

Alltaf eitthvað nýtt og spennandi að gerast á Seyðisfirði!
Fv. Arna Magnúsdóttir L-lista, Aðalheiður bæjarstjóri, Sigríður Guðlaugsdóttir eigandi Sirkus, Oddný…
Fv. Arna Magnúsdóttir L-lista, Aðalheiður bæjarstjóri, Sigríður Guðlaugsdóttir eigandi Sirkus, Oddný Björk Daníelsdóttir D-lista og Philippe Clause eigandi Sirkus.

Fimmtudaginn 13. júní síðast liðinn var opnaður nýr skemmtistaður á Seyðisfirði, Sirkus. Sigríður Guðlaugsdóttir athafnakona og Philippe Clause eru eigendur Sirkuss. Barinn var áður í Reykjavík en var pakkað saman og hefur hvílt sig í gámi undanfarin ár, þangað til hann öðlaðist nýtt líf við Aðalgötu bæjarins, Austurveg. 

Aðalheiður bæjarstjóri, ásamt Örnu Magnúsdóttur og Oddnýju Björk Daníelsdóttur bæjarfulltrúum, færði eigendum blóm og hamingjuóskir um helgina.

Eigendum er óskað til hamingju með flottan Sirkus.