Skólalífið í Seyðisfjarðarskóla

Hittast á sal og syngja

Nemendur í grunnskóladeild Seyðisfjarðarskóla koma saman á sal hvern föstudag og syngja. Þessi hefð hefur verið skemmtilegur og notalegur hluti af skólastarfinu síðast liðin þrjú ár. Á sal koma líka stundum gestir, meðal annars eru foreldrar hvattir til að mæta.

Nemendur í leikskóladeild koma einnig reglulega saman í söngstund, enda söngurinn lærdómsríkur og upplífgandi krydd í skólatilveruna.

Hér má sjá myndbandsklippu af söngstund í grunnskóladeild í febrúar 2019.