Skora á stjórnvöld að flýta snjóflóðavörnum

Ljúka megi framkvæmdum á næstu 10 árum

Hópur sérfræðinga og sveitarstjórnarfólks hefur sent stjórnvöldum áskorun um að auka fjárheimildir úr Ofanflóðasjóði og ljúka uppbyggingu snjóflóðavarna. Eftir því sem verkið tefst eykst hættan á slysum sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir, segir ofanflóðasérfræðingur.

Óviðunandi hversu lengi framkvæmdir dragast
Þrettán skrifa undir undir áskorunina, meðal annarra sérfræðingar í ofanflóðamálum og forsvarsmenn sveitarfélaga. „Okkur finnst tímabært núna að stjórnvöld setji sér markmið um hvenær þeir áætla að ljúka þessum vörnum á þessum hættulegustu svæðum. Og viljum minna á það að ef það verður ekki gefið í núna þá stefnir í að þessum framkvæmdum ljúki ekki fyrr en eftir tuttugu, þrjátíu ár, sem okkur finnst óviðunandi,“ segir Tómas Jóhannesson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

 

Frétt fengin á ruv.is - sjá alla frétt hér.