Smíðavöllur fyrir alla smíðakrakka

Hefst miðvikudag 3. júlí klukkan 13

Smíðavöllur fyrir alla smíðakrakka hefst miðvikudaginn 3. júlí klukkan 13:00. Hann verður staðsettur á gamla rólóvellinum fyrir ofan Einsdæmi. Krakkarnir þurfa að koma með sinn eigin hamar og naglabox, endilega athugið með naglakrukkur og dollur í skúrum stórfjölskyldunnar ! Sagir verða á svæðinu en það má líka koma með sína eigin sög. Endilega merkið hamrana og naglaboxin.

Smíðavöllurinn verður opinn, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá klukkan 13:00-15:30 frá 3.-25. júlí. Þátttaka er án endurgjalds og ekki þarf að skrá sig fyrirfram. Frekari upplýsingar fást hjá starfsmönnum Áhaldahússins.

hsam