Snjómokstur
23.01.2019
Gangandi fólk og gangstéttar
Við snjómokstur á gangstéttum á Seyðisfirði er reynt eftir fremsta megni að ryðja þær gangstéttar sem fylgja rauðum forgangsmokstri. Seyðfirðingar ættu því að komast fótgangandi eftir aðalgötunum og hafnarhringinn flesta daga - nema hreinlega allt sé á kafi. Því miður er ekki unnt að koma því við að ryðja gangstéttar í hverfum fyrr en almennum snjómokstri er að mestu lokið.