Söfnun og förgun bifreiða

Átak! Enn í gangi.
Átakið er hafið á Seyðisfirði....og stendur enn!
Átakið er hafið á Seyðisfirði....og stendur enn!

Átak í söfnun og förgun bifreiða í Seyðisfjarðarkaupstað.

Athugið, að gefnu tilefni er vert að vekja athygli á því að þetta er enn í boði. Endilega hvetjið fólk sem þarf að taka aðeins til hjá sér að íhuga þennan möguleika.


Það sem þú þarft að gera er þetta :

1. Hafa bifreiðina þar sem vörubíll kemst að henni (aðallega að það sé fært).
2. Hringja á skrifstofu sveitarfélagsins 4-700-700 eða senda e-mail á netfangið eva@sfk.is og tilkynna um bifreiðina.
3. Kvitta rafrænt eða á blað fyrir förgun þegar bifreiðin er fjarlægð, til að tryggja að 20.000 krónur séu lagðar inn á reikning bifreiðaeigandans.
4. Brosa út að eyrum. 

Einnig er boðið upp á að allt brotajárn, rafmagnkaplar, rafgeimar, dekk og felgur sé fjarlægt. Fyrir nánari upplýsingar má hringja í Pál í síma 835-2900.

Kveðja, Seyðisfjarðarkaupstaður

Landhreinsun ehf.

hsam