Sólveigartorg - 100 ára kosningarafmæli kvenna

Þann 19. júní síðast liðinn var bæjartorginu á Seyðisfirði gefið nafn í tilefni af 100 ára kosningaafmæli kvenna. Torgið fékk nafnið Sólveigartorg í höfuðið á Sólveigu Jónsdóttur, sem árið 1910 varð fyrsta konan í bæjarstjórn Seyðisfjarðar og reyndar á Austurlandi öllu.

19. júní 2015 - 100 ára kosningaafmæli kvenna.

Forseti bæjarstjórnar, Arnbjörg Sveinsdóttir, hélt stutta tölu meðal annars um jafnréttisbaráttuna og óskaði svo eftir atkvæðakosningu um tillögu bæjarstjórnar til nafnsins. Tillagan var samþykkt með meiri hluta atkvæða. Séra Sigríður Rún blessaði nafnið, sem og torgið, og nýtt skilti var afhjúpað. 

19. júní 2015 - 100 ára kosningaafmæli kvenna.
 
Svara Lárusdóttir, formaður velferðar- og jafnréttisnefndar, afhenti Arnbjörgu blómvönd frá kaupstaðnum í tilefni þess að Arnbjörg er fyrsta austfirska konan sem fór inn sem aðalmaður á alþingi. Ágætis mæting var, í heimilislegu umhverfi þar sem börnin nutu sín og bussluðu í tjörninni á meðan fullorðan fólkið fagnaði jafnrétti, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Seyðfirðingum er óskað innilega til hamingju með Sólveigartorg.
 
19. júní 2015 - 100 ára kosningaafmæli kvenna.
 
19. júní 2015 - 100 ára kosningaafmæli kvenna.
Myndir tóku Gunnar Gunnarsson og Jónína Brá Árnadóttir.