Stuðningur fyrir konur í fyrirtækjarekstri á landsbyggðinni

Fyrsti netfundurinn er þriðjudaginn 13. október kl. 14:30
Mynd : Jónas Jónsson. Tekin ofan af Bjólfi.
Mynd : Jónas Jónsson. Tekin ofan af Bjólfi.

Ert þú kona með rekstur (eða hyggur á rekstur) á Austurlandi, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Suðurlandi, eða Vestfjörðum? Hefurðu upplifað tíma þar sem þú stendur frammi fyrir áskorun eða verkefni og þyrftir helst að fá ráð frá einhverjum, sem hefur gengið í gegnum svipað?

Boðið verður upp á svokallaða hæfnihringi á netinu fyrir konur á áðurnefndum landssvæðum.

Hæfnihringir eru byggðir á aðferðafræði, sem kallast aðgerðanám, en það grundvallast á því að nota raunverulegar áskoranir, verkefni og tækifæri sem grunn fyrir lærdóm. Markmiðið er að aðstoða frumkvöðlakonur til að komast yfir hindranir með því að a) styrkja hæfni og færni þeirra, b) veita stuðning í formi fræðslu og hagnýtra tækja til eflingar og hvatningar og c) að efla tengslanet þeirra. Hringjunum er stýrt af leiðbeinanda í gegnum Zoom, sem er gjaldfrjálst netforrit.

Smellið hér til að sjá alla fréttina.