Staðarleiðbeiningar fyrir gesti á Seyðisfirði

Nýtt tækifæri til stýringar á gestum
Mynd : Ómar Bogason.
Mynd : Ómar Bogason.

Seyðisfjarðarkaupstaður í samstarfi við AECO (Association of Arctic Expedition Cruise Operators) hefur útbúið staðarleiðbeiningar fyrir gesti sína:

Seyðisfjörður kynnir nýtt tækifæri til stýringar á ferðamönnum

Eins og Seyðfirðingar vita tekur bærinn á móti mörg þúsund skemmtiferðaskipafarþegum á sumrin. Skilaboðin til gestanna eru skýr „Verið velkomin í paradísina okkar, við viljum deila gleðinni með ykkur“. Í ár býður bærinn gesti sína velkomna með staðarleiðbeiningum.

Staðarleiðbeiningar eru sérstakar leiðbeiningar sem henta ferðamönnum frá skemmtiferðaskipum sem heimsækja bæinn. Leiðbeiningarnar bjóða upp á ráð og gagnlegar ábendingar til að komast um bæinn og hvernig hægt er að vera tillitssamur gestur. Meðal annars eru gestir hvattir til að njóta umhverfisins en jafnframt ganga varlega um náttúruna, taka tillit til gróðurs, dýra og menningarminja. Gestir fá vinsamlegar ábendingar um hvenær viðeigandi er að setja myndavélina til hliðar og virða einkalíf heimafólks. Í leiðbeiningunum er einnig mælt með stöðum til að heimsækja og svæðum sem henta fyrir gönguferðir.

Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri, er afar ánægð með samstarfið við AECO:

„Það er ánægjulegt hversu margir gestir hafa áhuga á að sækja Seyðisfjörð heim, við þá vil ég segja; verið velkomin, njótið og virðið náttúru, menningu og heimafólk. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að eiga samstarf við AECO um staðarleiðbeiningarnar sem og við mitt heimafólk. Við erum ákaflega stolt af því að vera fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til þess að taka upp slíkar leiðbeiningar fyrir ferðamenn. Með gagnkvæmri virðingu og tillitssemi verður lífið svo miklu ánægjulegra og einfaldara. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem áttu hlut að máli fyrir vel unnin störf“.

Frigg Jörgensen, framkvæmdastjóri AECO , segir að leiðangursskipaiðnaðurinn sé að vinna að því að stuðla að góðum samskiptum við sveitarfélögin.

„Við erum mjög ánægð með samvinnuna og samtölin við Seyðisfjarðarkaupstað. Ísland var tekið inn á starfssvæði AECO og er AECO að vinna að því að innleiða fleiri verkfæri til að tryggja umhverfisvænni, öruggari og tillitsamari leiðangursskipa ferðaþjónustu á Íslandi. Að auki við að þróa staðarleiðbeiningar felur verkefnið einnig í sér eftirlit með staðsetningu skipa, mat á starfsfólki og eftirlitsáætlanir. Það er frábært að sjá að fyrsta íslenska samfélagið hefur tekið verkefninu opnum örmum og gert það að sínu.“

Leiðbeiningarnar voru búnar til af Seyðisfjarðarhöfn og Seyðisfjarðarkaupstað með aðstoð frá og byggðar á sniðmáti frá AECO. Verkefnið fékk styrk frá NORA (North Atlantic Cooperation).

Seyðisfjarðarkaupstaður þakkar öllum þeim sem komu að þessu verkefni.

Seyðisfjörður‘s Community Specific Guidelines er hægt að finna á vefsíðunum visitseydisfjordur.is, seydisfjordurport.is og aeco.no