Tækniminjasafnið fær nýjan forstöðumann

Zuhaitz Akizu Gardoki
Zuhaitz Akizu Gardoki - nýr forstöðumaður Tækniminjasafns Austurlands, Seyðisfirði.
Zuhaitz Akizu Gardoki - nýr forstöðumaður Tækniminjasafns Austurlands, Seyðisfirði.

Zuhaitz Akizu Gardoki hefur verið ráðinn sem forstöðumaður Tækniminjasafnsins. Hann kemur til starfa mánudaginn 16. september næstkomandi og tekur síðan að fullu við 1. október. Núverandi forstöðumaður safnsins, Pétur Kristjánsson, lýkur störfum 30. september.