Tillaga að deiluskipulagi

Hlíðarvegur og Múlavegur

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkti á 1748. bæjarstjórnarfundi 10. apríl 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi við Hlíðarveg og Múlaveg í Seyðisfjarðarkaupstað skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Skipulagssvæðið markast af Múlavegi númer 51-55, Múlavegi númer 52-60 og Hlíðarvegi númer 2-12.  Deiliskipulagstillagan felur í sér deiliskipulagsuppdrátt í mkv. 1:1.000, skýringaruppdrátt í mkv. 1:3.000 og greinagerð og umhverfisskýrslu.

Tillagan er til sýnis á heimasíðu Seyðisfjarðarkaupstaðar frá 15. apríl til 30. maí 2019 og í afgreiðslu bæjarskrifstofu að Hafnargötu 44. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulags- og byggingafulltrúa í síðasta lagi mánudaginn 27. maí 2019 annaðhvort á Hafnargötu 44, 710 Seyðisfirði eða á netfangið: ulfar@sfk.is