Umferð á Seyðisfirði
Samkvæmt heimild í 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, hefur bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkt að setja eftirfarandi reglur um umferð á Seyðisfirði. Auglýsingin hefur fengið samþykki frá lögreglu Austurlands og frá Vegagerðinni. Sjá reglur hér.
Í þéttbýli á Seyðisfirði er ökuhraði að jafnaði 30 km/klst. Ef gata eða vegur innan þéttbýlisins er ekki nefndur sérstaklega undir ákveðnum hraðaflokki í þessari grein gildir 30 km/klst. hámarkshraði.
Við þéttbýlismörk er ökuhraði 50 km/klst. Þéttbýlismörkin eru eftirfarandi
Í eftirfarandi götum gildir hámarkshraði 30 km/klst.:
Suðurgata, Árstígur, Garðarsvegur, Hlíðarvegur, Múlavegur, Botnahlíð, Brattahlíð, Baugsvegur, Miðtún, Brekkuvegur, Skólavegur, Austurvegur frá hús nr. 34 – 56, Fossgata, Ferjuleira, Smábátahöfn, Bjólfsgata, Oddagata, Öldugata, Norðurgata, Fjarðargata við Bjólfsbakka, Bjólfsbakki, Gilsbakki, Hamrabakki, Fjarðarbakki, Leirubakki, Árbakki, Dalbakki, Langitangi.
Í eftirfarandi götum gildir hámarkshraði 40 km/klst.:
Ránargata, Fjarðargata að Bjólfsbakka, Lónsleira, Strandarvegur, Austurvegur, Vesturvegur og Seyðisfjarðarvegur.
Við gildistöku ákvæða auglýsingar þessarar falla úr gildi öll eldri ákvæði um umferð á Seyðisfirði. Ákvörðun þessi tekur gildi við birtingu auglýsingarinnar.