Umferðaröryggi
23.01.2019
Samvinnuverkefni lögreglu og heilsueflandi samfélags
Í næstu viku, frá 28. janúar til með 1. febrúar, mun lögreglan í samvinnu við heilsueflandi samfélag sinna eftirliti með umferðaröryggi barna við Seyðisfjarðarskóla. Foreldrar eru hvattir til að kynna sér reglur um öryggi barna í bifreiðum, yfirfara búnað sinn, huga að endurskinsmerkjum og fleiru. Stefnt er að endurteknu eftirliti aftur í vor.
Lögreglan og heilsueflandi samfélag.
