Umhverfisnefnd 02.06.20

Fundur umhverfisnefndar 2. júní 2020. 

Þriðjudaginn 02.06.2020 hélt  umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar nefndarfund í fundarsal bæjarstjórnar Seyðisfjarðar að Hafnargötu 44. Fundurinn  hófst kl. 16:25

Fundarmenn:

Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista, Jón Halldór Guðmundsson L-lista, Lilja Kjerúlf L-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista, Skúli Vignisson D-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.

 

 

Dagskrá

Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að taka erindi frá skipulagsfulltrúa inn á fundinn. Erindið felur í sér breytingu á landnotkun í núgildandi aðalskipulagi og verður málið númer 14 í dagskránni. Samþykkt samhljóma að taka málið á dagskrá.

Erindi:

1. Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2019

Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2019 er aðgengileg á vef stofunnar.

 

Lagt fram til kynningar     

 

2. Grænt svæði – Uppbygging og framtíðarsýn.

Um er að ræða uppbyggingu á leiksvæði við Sundhöll, þar sem nú þegar er sparkvöllur, aparóla, leikvöllur og ærslabelgur. Erindið er unnið af Jónínu Brá Árnadóttur atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa og Evu Jónudóttur þjónustufulltrúa og vefsíðustjóra.

 

Umhverfisnefnd líst vel á hugmyndina í stórum dráttum. Nefndin leggur til að staðsetning eldstæðis verði endurskoðuð vegna nálægðar við íbúðarhús. Að hugað verði að umferðaröryggi og að gróðurinn byrgi ekki vegsýn vegfarenda. Einnig leggur nefndin til að aðalinngangur svæðisins sé hugsað út frá Skólavegi. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindið. 

 

3. Hafnargata 52a – Umsókn um stöðuleyfi

Umsókn um stöðuleyfi á gámi við Hafnargötu 52a.

 

Umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út stöðuleyfi sem gildir í eitt ár frá útgáfudagsetningu. Nefndin hvetur hlutaðeigandi til að vinna að varanlegri lausn varðandi geymsluinnihalds gáms og bendir jafnframt á gámasvæði á hafnarsvæði.

 

4. Ránargata 2 – Umsókn um stöðuleyfi

Umsókn um stöðuleyfi á gámi við Ránargötu 2, áhaldahúss sveitarfélagsins.

 

Umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út stöðuleyfi sem gildir í eitt ár frá útgáfudagsetningu. Nefndin hvetur hlutaðeigandi til að vinna að varanlegri lausn varðandi geymsluinnihalds gáms og bendir jafnframt á gámasvæði á hafnarsvæði.

 

5. Vesturvegur 11 – umsókn um byggingarleyfi

Sótt er um byggingarleyfi til rífa núverandi húsnæði.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að veita byggingarleyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir þar með talin umsögn Minjastofnunar.

 

6. Ofanflóðasjóður – Landmælingastöpull

Verkfræðistofan Efla sækir um leyfi til að setja upp landmælinga stöpul til að mæla og fylgjast með hreyfingum á jarðvegsþekju í Botnum.

 

Umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja staðsetningu steypta stöpulsins.

 

7. Snjóflóðavarnir – Frummatsskýrsla

Lagt fram til kynningar

 

8. Dalbakki 5 – Breyting á glugga

Brynhildur Sigurjónsdóttir tilkynnir um minniháttar breytingu utanhúss við Dalbakka 5. Um er að ræða minnkun á glugga í baðherbergi vegna uppsetningar sturtu. Breytingin er undanþegin byggingarleyfi skv. gr. 2.3.5. Byggingar reglugerðar 112/2012.

 

9. Fjarðarheiðargöng – kynning

Umhverfisnefnd fagnar erindinu. Að öðru leyti lagt fram til kynningar

 

10. Kvarðinn fréttabréf

Lagt fram til kynningar

 

11. Frumvarp til breytinga á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna

Lagt fram til kynningar

 

12. Aðgengismál hreyfihamlaðra

Punktar frá Arnari Klemenssyni um aðgengismál í sveitarfélaginu

Umhverfisnefnd þakkar Arnari erindið. Nefndin óskar eftir því að bæjarráð taki málið fyrir og láti vinna að úrbótaáætlun fyrir málaflokkinn.

 

13. Breyting á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps ásamt deiliskipulagi

Vinnslutillögur fyrir breytingu á aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004 – 2016 ásamt deiliskipulagi til umsagnar.

 

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillögurnar og leggur til við bæjarstjórn að veita jákvæða umsögn.

 

14. Breyting á aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar

Á fundi Bæjarráðs Seyðisfjarðarkaupstaðar sem haldinn var þann 13.05.2020 var skipulags- og byggingafulltrúa falið að vinna að skipulagi fyrir lóðina Múlaveg 61-63 vegna fyrirhugaðs íbúðarkjarna fyrir 55+ ára.

Lögð er fram lýsing að breytingu aðalskipulagsins sem unnin er af Eflu verkfræðistofu.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja erindið.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 19.41.