Umhverfisnefnd 06.07.20

Fundur umhverfisnefndar 6. júlí 2020 

Mánudaginn 06.07.2020 hélt  umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar nefndarfund í fundarsal bæjarstjórnar Seyðisfjarðar að Hafnargötu 44. Fundurinn  hófst kl. 16:25

Fundarmenn:

Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista, Jón Halldór Guðmundsson L-lista, Lilja Kjerúlf L-lista, Skúli Vignisson D-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.

 

Dagskrá

Erindi:

1. Stýrishús Brú, kynning á listaverki

Monika Frycová sækir um leyfi til að setja upp listaverkið stýrishús-Brú við lóð Austurvegar 17B á svæði sem tilheyrir Seyðisfjarðarkaupstað. Bæjarráð vísaði erindinu til Umhverfisnefndar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Monika og samstarfsfólk kynnir hugmynd að listaverki. Nefndin þakkar fyrir kynninguna.

Umhverfisnefnd tekur vel í erindið og samþykkir fyrir sitt leyti að listaverkið verði sett upp á umræddum stað og að leyfið gildi til eins árs. Nefndin mælist til þess að frágangur verði með þeim hætti að slysahætta skapist ekki. 

 

2. Hótel Aldan - leyfisumsókn

Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Umsækjandi er Húsahótel ehf.

Starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og lokaúttekt hefur farið fram á húsnæðinu. Einnig er starfsemin í samræmi við skipulag.

Umsögn frá brunavörnum Austurlands liggur fyrir og er jákvæð

Umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands liggur ekki fyrir.

 

Umhverfisnefnd frestar málinu.   

 

3. Umsókn um nýtt námuleyfi

Efnistaka í Efri Staf í Seyðisfirði. Beiðni um umsögn – afgreiðslu frestað á síðasta fundi bæjarráðs. Erindinu vísað til umsagnar hjá Umhverfisnefnd.

 

Umhverfisnefnd telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum skv. 6. gr. laga nr. 106/2000. Nefndin telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, mótvægisaðgerðun og vöktun. Nefndin bendir á að gera þurfi aðalskipulagsbreytingu vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.

 

4. Múlavegur 60 – fyrirspurn frá húsbyggjendum

Fyrirspurn um ábyrgð vegna stöðu máls

Umhverfisnefnd harmar stöðu þessa máls. Nefndin getur ekki tekið afstöðu um hver beri ábyrgð á hví hvernig fór. Nefndin fer á leit við bæjarstjórn að samþykkja að fela skipulags- og byggingafulltrúa að kalla hluteigandi aðila á fund og fara yfir málavöxtu. Nefndin telur einnig að skoða þurfi grundun húsa í skilmálum deiliskipulags til að hindra frekari vandamál af þessu tagi. 

 

5. Ránargata 3 – bílskúr, umsókn um byggingarleyfi

Umsókn um leyfi til að byggja bílskúr

Umhverfisnefnd samþykkir erindið. Nefndin felur skipulags- og byggingafulltrúa að grenndarkynna verkefnið á grundvelli 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010.  Að loknu grenndarkynningarferli verði byggingarleyfi gefið út ef öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

6. Skaftfell Bistro – Leyfisumsókn

Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Veitingastaður í flokki III. Umsækjandi er Húsahótel ehf. vegna Skaftfells Bistro.

 

Starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og lokaúttekt hefur farið fram á húsnæðinu. Einnig er starfsemin í samræmi við skipulag.

Umsögn frá brunavörnum Austurlands liggur fyrir og er jákvæð

Umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands liggur fyrir og er jákvæð.

Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að veita jákvæða umsögn.

 

7. Fjörður 4 – bílskúr, umsókn um byggingarleyfi

Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr

Umhverfisnefnd samþykkir erindið. Nefndin felur skipulags- og byggingafulltrúa að grenndarkynna verkefnið á grundvelli 1. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010.  Að loknu grenndarkynningarferli verði byggingarleyfi gefið út ef öll tilskilin gögn liggja fyrir.

 

8. Vestdalur - kolefnislosun

Ólafur Pétursson sendir inn erindi varðandi kolefnislosun 

Umhverfisnefnd líst vel á erindið. Nefndin leggur til við bæjaryfirvöld sæki um styrk til endurheimtar votlendis

 

9. Torgið – fréttabréf

Fréttabréf lagt fram til kynningar

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 19.12.