Umhverfisnefnd 08.04.19
Fundargerð, fundur umhverfisnefndar 8. apríl 2019.
Mánudaginn 08.04.2019 kom umhverfisnefnd Seyðisfjarðarkaupstaðar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar að Hafnargötu 44 og hófst fundurinn kl. 12:10.
Fundarmenn:
Ágúst Torfi Magnússon formaður L-lista, Jón Halldór Guðmundsson L-lista, Lilja Kjerúlf L-lista, Sveinn Ágúst Þórsson D-lista, Óla Björg Magnúsdóttir B-lista og Úlfar Trausti Þórðarson byggingafulltrúi sem einnig ritaði fundargerðina.
Dagskrá
Erindi:
1. Lónsleira 7. Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis.
Beiðni um umsögn frá Sýslumanni vegna umsóknar um rekstrarleyfi skv. Lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði, og skemmtanahald. Gistileyfi í flokki II. Stærra gistiheimili. Gestafjöldi: 12. Umsækjandi er Lónsleira ehf. Kt. 540812-0550. Starfstöð: Lónsleira 7, 710 Seyðisfirði. Fastanr. 234-9438. Heiti: Lónsleira apartments.
Starfsemin er í samræmi við útgefið byggingarleyfi og lokaúttekt hefur farið fram á húsnæðinu. Einnig er starfsemin í samræmi við skipulag.
Umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands (HAUST) liggur fyrir og er jákvæð.
Umsögn frá Brunavörnum Austurlands liggur fyrir og er jákvæð.
Umhverfisnefnd leggur til að bæjarstjórn veiti jákvæða umsögn um starfsleyfi.
2. Strandarvegur 21, umsagnarbeiðni sýslumanns vegna umsóknar Nord Marina um rekstrarleyfi.
Umsækjandi Nord Marina ehf. 610316-0930, sækir um rekstarleyfi fyrir gististað í flokki 3. – Stærra gistiheimili. Gestafjöldi 37
Umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu að breytingu á landnotkun við Strandarveg 21 með landeignanúmerið L195767. Stærð lóðar er 5.390 m2. Tilgangurinn með tillögunni er að landnotkunin leyfi verslunar- og þjónustusvæði í bland við hafnsækna starfsemi á hafnarsvæði. Um er að ræða minniháttar breytingu á aðalskipulagi.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi var slitið kl. 13:20.